Barnabókasetur hefur eignast auðkenni!

By | 24/11/2015

Barnabokasetur-merkiBarnabókasetur hefur eignast auðkenni! Merki Barnabókaseturs er litríkt, mjúkt og glaðlegt. Opin bók gefur færi á öllu sem hægt er að ímynda sér. Það sem kemur upp úr bókinni gæti verið ævintýraskógur eða furðuverur – eitt bros getur breytt andrúmsloftinu og stuttu fæturnir hafa ákveðna vísun í teikningar barna. Hringirnir geta líka verið talbólur og vísað þannig í samtal eða lesanda og hlustendur. Hönnuður er Dagný Reykjalín / Blek.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *