Monthly Archives: júní 2016

2. sæti í yngri flokki Siljunnar

Ingimar Darri og Unnar Gamalíel í 6. bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn gerðu þessa flottu teiknimynd um Þína eigin þjóðsögu. Myndbandið færði þeim 2. sætið í yngri flokki Siljunnar 2016.

Sigurvegarar í Siljunni taka á móti gjöf til skólasafnsins.

Það ríkti mikil gleði í Brekkuskóla í dag þegar nýútskrifaðir 9. bekkingar tóku á móti stórum bókakassa fyrir skólasafnið. Kassinn er afrakstur sigurs nemenda skólans í eldri flokki Siljunnar, myndbandasamkeppni Barnabókaseturs. Egill og Kristíana unnu keppnina og færðu með því skólasafninu 100.000 króna bókaúttekt. Bravó fyrir þeim!