Category Archives: Uncategorized

Skiladagur nálgast.

Nú styttist í að frestur til að skila inn myndböndum í Siljukeppnina árið 2017. Síðasti skiladagur til að senda slóð á myndbandið á netfangið barnabokasetur@unak.is er 10. mars.

Siljan 2017

Það er um að gera að fara að undirbúa sig fyrir Siljusamkeppnina 2017 og lesa allt sem auga á festir af nýjum barna- og unglingabókum. VERÐLAUN Í BOÐI! 1. sæti 25.000 kr. 2. sæti 15.000 kr. 3. sæti 10.000 kr. Auk þess 100.000 kr bókaúttekt fyrir skólasafn sigurvegarans frá Félagi íslenskra bókaútgefenda  

Bæklingur um lestrargöngu

Bæklingi um lestrargöngu um járnbækur Barnabókaseturs hefur nú verið borinn í öll hús á Akureyri. Hann er einnig fáanlegur á Amtsbókasafninu og í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hofi.

2. sæti í yngri flokki Siljunnar

Ingimar Darri og Unnar Gamalíel í 6. bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn gerðu þessa flottu teiknimynd um Þína eigin þjóðsögu. Myndbandið færði þeim 2. sætið í yngri flokki Siljunnar 2016.

Sigurvegarar í Siljunni taka á móti gjöf til skólasafnsins.

Það ríkti mikil gleði í Brekkuskóla í dag þegar nýútskrifaðir 9. bekkingar tóku á móti stórum bókakassa fyrir skólasafnið. Kassinn er afrakstur sigurs nemenda skólans í eldri flokki Siljunnar, myndbandasamkeppni Barnabókaseturs. Egill og Kristíana unnu keppnina og færðu með því skólasafninu 100.000 króna bókaúttekt. Bravó fyrir þeim!

Siljan 2016 -bókaþáttur fyrir börn og unglinga

Barnabókasetur stendur fyrir myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk grunnskóla. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Markmiðið er að hvetja börn og unglinga til að lesa og tjá sig um bækurnar sem þau lesa. Með því að gera lestur barna og unglinga sýnilegri og virkja hina ungu lesendur til jafningjafræðslu getum… Read More »