Lestrarganga á Akureyri

Lestrarganga er um 3 km löng leið á Akureyri, frá Minjasafninu í Innbænum að Amtsbókasafninu, vörðuð járnbókum sem áhugavert er að skoða og lesa á leiðinni.

Á síðum járnbókanna má finna brot úr völdum íslenskum barnabókum. Þær eru tilvaldar til að sameina útivist og lestur, styrkja böndin og auka áhuga barnanna á lestri og fjölbreytileika bóka.
Sumar bækurnar munu foreldrarnir kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna. Margar tengjast þær Akureyri á einhvern hátt.

Tilvalið er að merkja inn á bæklinginn þær bækur sem kveikja áhuga og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær; í bókabúð, á bókasafninu eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Lestrarganga

Þú getur nálgast bæklinginn hér á pdf en einnig á Amtsbókasafninu og í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hofi.