Sigurvegararnir í eldri flokki Siljunnar 2021 gerðu þetta frábæra myndband um Blokkina á heimsenda. Höfundarnir heita Jóhanna Júlíusdóttir, Bergljót Júlíana Kristinsdóttir og Laufey Steinunn Kristinsdóttir og tryggðu þær skólasafni Austurbæjarskóla 100þúsund króna bókaúttekt. Umsögn dómnefndar: „Virkilega flott og verk sem mikil vinna hefur verið lögð í. Sögunni er komið vel til skila og henni sköpuð sannfærandi umgjörð. Myndbandið ber merki góðrar tilfinningar fyrir frásagnaraðferðum kvikmyndarinnar t.d með hugvitsamlegri notkun á leikmunum og gerfum til að sýna framvindu og mismunandi persónur.“