Rimaskóli varð í þriðja sæti í yngri flokki Siljunnar 2021 með þessu skemmtilega myndbandi um Hundmann. Höfundar þess heita Auðunn Már Rúnarsson, Eva Kristín Snorradóttir, Kevin Rajesh og Jökull Freyr Vignisson. Umsögn dómnefndar: „Myndbandið er metnaðarfullt með skýra höfundasýn og söguþráð. Höfundar hafa góða tilfinningu fyrir frásagnaraðferðum kvikmyndarinnar, til dæmis með því nota texta og tónlist í stað tals og beita beita brellum og hasar til að lífga upp á söguna.“