Börn úr Smáraskóla og Þelamerkurskóla eru sigurvegarar Siljunnar 2022
Borgarbókasafnið í samstarfi við Barnabókasetur Íslands standa saman að myndbandasamkeppninni Siljunni. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk og senda börnin inn um tveggja mínútna stiklu um barna- eða unglingabók gefna út á íslensku síðustu tvö ár. Skólabókasafn sigurvegara úr báðum flokkum fær 100.000 kr. bókaverðlaun og er því til mikils að vinna!
Í ár komu inn myndbönd allsstaðar að af landinu og voru þau fjölbreytt og skemmtileg. Það voru bæði leikin og teiknuð myndbönd. Börn, dýr og tuskuhundar léku hlutverk og þær bækur sem teknar voru fyrir voru allt frá því að vera myndabækur fyrir yngstu börnin upp í hryllingssögur fyrir stálpuð börn og unglinga.
Verðlaunasæti í yngri flokki, 5.-7. bekkur
1. sæti: Kalli breytist í kjúkling
Vinningshafar: Snædís Arna Guðmundsdóttir, Sólveig Lára Davíðsdóttir og Sunna Sigurðardóttir í Smáraskóla.
Verðlaunasæti í eldri flokki, 8-10. bekkur
1. sæti: Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur
Vinningshafar: Daníel Ingi Mazul, Stefán Karl Ingvarsson, Dagur Karl Stefánsson, Jónatan Smári Guðmundsson og Ólafur Dagur Jónsson í Þelamerkurskóla.
2. sæti: Þín eigin saga – Rauðhetta
Höfundar myndbands: Anita Liu Atladóttir, Bjarki Fannar Björgvinsson, Emilía Guðný Magnúsdóttir, Hrafnhildur Rán Elvarsdóttir og Ísabella Soffía Ásgeirsdóttir í Smáraskóla.
2. sæti: Viltu vera vinur minn
Höfundar myndbands: Juliane Liv Sörensen, Lilja Lind Torfadóttir, Elín Bára Wilkinson Jónsdóttir, Elísa Liljudóttir Daðadóttir, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Lív Sólrún Bastiansdóttir Stange og Tinna Dögg Jónsdóttir í Þelamerkurskóla.
Myndband ekki aðgengilegt
3. sæti: Hundmann
Höfundur myndbands: Aþena Katrín Þórðardóttir í Smáraskóla.
3. sæti: Spæjarahundurinn
Höfundur myndbands: Flóki Dagsson, Austurbæjarskóla.