Markmiðið er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri með því að beina sjónum þeirra að nýjum barnabókum og gera krakkana sjálfa að jákvæðum lestrarfyrirmyndum.
Þátttakendur búa til um 2 mínútna myndband með umfjöllun um barna- /unglingabók gefin út á íslensku síðustu tvö ár. Myndbandið er sett á netið (til dæmis Youtube) og slóðin send á barnabokasetur@unak.is – ásamt upplýsingum um nafn, bekk og skóla höfunda myndbandsins.
Vegleg verðlaun fyrir vinningsmyndbönd úr báðum flokkum.