Barist í Barcelona

Vinirnir úr Þrótti – Jón, Ívar og Skúli – eru komnir í fótboltaakademíu FC Barcelona. Ekki spillir að Rósa er í Barcelona á sama tíma að keppa með U16-landsliðinu. Lífið gæti ekki verið betra – ja, ef ekki væri fyrir þennan dularfulla Katalóna og leyndarmálið sem Jón þarf að burðast með. Sjálfstætt framhald metsölubókaflokksins Fótboltasögunnar miklu.

265 bls.
Forlagið – Mál og menning
Gunnar Helgason
Myndir: Rán Flygenring