Bold-fjölskyldan kemur til hjálpar

Bold-fjölskyldan býr í venjulegu húsi í ósköp venjulegu úthverfi – en hún er fjarri því að vera venjuleg. Spurst hefur að Bold-hjónin taki á móti dýrum sem eru í vanda og fljótlega fyllist húsið af óvæntum gestum. Þessu fylgir auðvitað meiriháttar fjör en líka margvíslegar hættur. – Önnur bókin í hinum bráðskemmtilega bókaflokki um Bold-fjölskylduna.

288 bls.
Ugla
Julian Clary
Þýð.: Magnús Jökull Sigurjónsson
Myndskr.: David Roberts