Bold-fjölskyldan

Bold-fjölskyldan býr í venjulegu húsi í ósköp venjulegu úthverfi – en hún er fjarri því að vera venjuleg fjölskylda. Frú Bold hannar skringilega hatta úr eggjakössum og kjúklingabeinum. Herra Bold er mikill brandarakall sem hnusar í ruslatunnum nágrannanna. Bobbý nagar sundur stóla og borð og Bettý rekur annað slagið upp skringilegan hneggjandi hlátur. Já, Bold-fjölskyldan er fjarri því að vera venjuleg og hún á sér ótrúlegt leyndar-mál. Bráðfyndin bók fyrir börn á öllum aldri.

268 bls.
Ugla
Julian Clary
Þýð.: Magnús Jökull Sigurjónsson
Myndskr.: David Roberts