Fíasól gefst aldrei upp

Nú snýr Fíasól aftur, tíu ára og kraftmeiri en nokkru sinni fyrr. Hún stofnar björgunarsveit sem berst fyrir réttindum barna, glímir við tuddana í bekknum og spilar stuðbolta. Eldfjörug og ríkulega myndskreytt bók fyrir alla fjölskylduna og sjálfstætt framhald fyrri bóka um Fíusól sem hlotið hafa fjölda viðurkenninga og notið mikilla vinsælda.

208 bls.