Torfi og Gríma eiga virkilega leiðinlega fjölskyldu. Mamma þeirra er skipanaglaður harðstjóri, pabbinn er viðutan vinnusjúklingur og Úlfur er ömurlegt unglingaskrímsli. Systkinin dreymir um betra heimilislíf, gæludýr og gotterí. Getur afi Gissi látið draumana rætast? Yfirnáttúruleg og sprenghlægileg fjölskyldusaga.
159 bls.
Forlagið – Mál og menning
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Myndir: Freydís Kristjánsdóttir