Kopareggið

Sumarliði og Sóldís eru flutt inn til flóttastelpunnar Karítasar. Þar er fullt af bókum sem þau gleypa í sig til að finna út hvernig lífið var í gamla daga þegar fólk átti síma, tölvur og reiðhjól. Inni á milli bókanna leynast líka hátæknileg skilaboð frá fortíðinni! Kopareggið er framhald verðlaunabókarinnar Silfurlykilsins, spennandi saga prýdd fjölda litmynda.

234 bls.
Forlagið – Mál og menning
Sigrún Eldjárn