-Úr sagnabanka afa
Munaðarlausa stúlkan er eitt af þessum, gömlu góðu íslensku ævintýrum þar sem góðsemi og velvild er umbunað. Fallegur boðskapur sem á alltaf erindi til okkar. Sigurgeir Jónsson endursagði söguna en hann hefur tekið saman allnokkrar bækur um félagslíf, mannlíf, hætti og siðvenjur í Vestmannaeyjum. Sunna Einarsdóttir sá um myndskreytingu en hún er ung Eyjastúlka sem hefur getið sér gott orð fyrir myndir sínar sem hún hefur sýnt á veitingastaðnum Einsa kalda.
24 bls.
Bókaútgáfan Hólar
Myndskr.: Sunna Einarsdóttir
Endurs.: Sigurgeir Jónsson