Siljan myndbandasamkeppni
Siljan myndbandasamkeppni er árviss samkeppni á vegum Barnabókaseturs. Markmið hennar er að efla lestraráhuga barna og unglinga. Keppnin er tilvalið verkefni fyrir skapandi skólastarf því nemendur vinna sjálfstætt með bókmenntir, sköpun og tækni.
Barnabókasetur Íslands og Borgarbókasafnið í Reykjavík standa að keppninni í ár. Markmiðið er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri með því að beina sjónum þeirra að nýjum barnabókum og gera krakkana sjálfa að jákvæðum lestrarfyrirmyndum.
Allir grunnskólanemendur í 5.-10. bekk geta tekið þátt með því að senda inn 2-3 mínútna myndband um barna- eða ungmennabók sem gefin var út á íslensku á síðustu tveimur árum. Myndböndin úr fyrri keppnum eru aðgengileg á youtube og á leitarvef bókasafnanna, gegnir.is
Verkefnið er einfalt:
– Velja bók og lesa hana
– Taka upp myndband á síma eða ipad (snúa þversum) sem fjallar um eða túlkar efni bókarinnar á þinn/ykkar hátt.
– Vista myndbandið á netinu (takmarka aðgengi).
– Fylla út innsendingarformið. Skilafrestur er til 31. mars 2023.
Vegleg verðlaun fyrir vinningsmyndbönd úr báðum flokkum
Við áskiljum okkur rétt til að birta verðlaunamyndböndin á vefnum okkar.
Velja má hvaða barna- eða ungmennabók sem er, sem gefin hefur verið út á íslensku á sl. tveimur árum.

Útgáfa 2022
Veldu bók úr flokknum barna- og ungmennabækur í Bókatíðindum.

Útgáfa 2021
Veldu bók úr flokknum barna- og ungmennabækur í Bókatíðindum.

Útgáfa 2020
Veldu bók úr flokknum barna- og ungmennabækur í Bókatíðindum.
Fyrri úrslit í Siljunni
2. sæti í yngri flokki Siljunnar
Ingimar Darri og Unnar Gamalíel í 6. bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn gerðu þessa flottu teiknimynd um Þína eigin þjóðsögu. Myndbandið færði þeim 2. sætið í yngri flokki Siljunnar 2016.