Um Barnabókasetur
Barnabókasetur hefur eftirfarandi hlutverk:
- Að efla og stunda rannsóknir og fræðslu um barnabókmenntir og lestur á Íslandi.
- Að miðla þekkingu og upplýsingum um barnabókmenntir á Íslandi.
- Að vinna að framgangi lestrarmenningar meðal barna og ungmenna á Íslandi.
- Að efla og treysta innlend og erlend tengsl og taka þátt í alþjóðlegri þekkingarsköpun á fræðasviðinu.
- Að hvetja háskólanemendur til rannsóknar- og þróunarverkefna á framhaldsstigi og skapa þeim aðstöðu til að stunda rannsóknir á sviðinu.
- Að standa fyrir málþingum og stuðla að útgáfu fræðilegs efnis á sviðinu.
Tilkynningar
Barnabókasetur hefur eignast auðkenni!
Barnabókasetur hefur eignast auðkenni! Merki Barnabókaseturs er litríkt, mjúkt og glaðlegt. Opin bók gefur færi á öllu sem hægt er að ímynda sér. Það sem kemur upp úr bókinni gæti verið ævintýraskógur eða furðuverur – eitt bros getur breytt andrúmsloftinu og stuttu...