Í öðru sæti í eldri flokki Siljunnar 2018 er myndband um bókina „Þín eigin hrollvekja“ eftir Ævar Þór Benediktsson.

Myndbandið gerðu Hera Jóhanna Finnbogadóttir, Elsa Sóley Sigfúsdóttir, Hjalti Mar Ingólfsson og Eyþór Marel Sigurðsson úr Brekkuskóla á Akureyri. Dómnefnd sagði: „Flott stikla með skemmtilega tölvuleikjakenndu yfirbragði. Kveikir áhuga áhorfandans á bókinni.“