Eldri flokkur, 8.-10. bekkur

1. sæti – Brekkuskóli
Birgir, Ýmir, Hilma, Sigurður og Bjarni

Myndband: Rotturnar

Umsögn: Mjög flott og hádramatísk kvikmyndastikla. Tónlist vel notuð til að skapa hughrif og flott að klippa senurnar við tónlistina. Flott slow motion slagsmálaatriði og spennandi framvinda. Flott og fagmannleg myndataka. Minnir helst á stiklu úr bíómynd, maður fær nasasjón af söguþræðinum án orða og myndbandið byggir upp mikla spennu fyrir bókinni.

2. Sæti – Grunnskóli Reyðarfjarðar
Bragi Halldór, Bjartur Tandri, Jónas Þórir, Maron Fannar og Árni Þorberg

Myndband: Harry Potter og bölvun barnsins

Umsögn: Fyndið og skemmtilegt myndband og greinilega mikill metnaður í búningum og tæknibrellum. Bane er flottasti búningur sem ég hef séð! Flott andrúmsloft og tökustaðir vel nýttir. Velheppnaðir búningar, tæknibrellur og tökustaðir ná að skapa alvöru Harry Potter stemningu.

3. Sæti – Oddeyrarskóli
Óskar Óðinn, Steinar Bragi og Jóhannes

Myndband: Elmar fer í göngutúr

Umsögn: Mjög sniðugt, frumlega leyst og vel teiknað. Skemmtileg notkun á teikningum í anda bókarinnar.

 

 

Yngri flokkur, 5.-7. bekkur

1. sæti – Laugarnesskóli
Svala, Ástrós, Silja, Lilja, Daníel, Álfar, Alexander og Henor

Myndband: Handbók fyrir ofurhetjur

Umsögn: Mjög vel gerð stuttmynd út frá sögunni. Góð samtöl og flottir og ólíkir tökustaðir. Skýr framvinda og myndbandið gerir mann spenntan fyrir því að lesa bókina. Skýr frásögn sem kemur sögunni vel til skila, flott myndataka og tæknibrellur.

2. sæti – Þingeyjarskóli
Arndís Sara, Arndís Inga og Dóra Kristín

Myndband: Ferðin til mars

Umsögn: Vel unnið með viðfangsefnið. Margt sagt án orða með góðri myndrænni frásögn og tónlistin vel valin við. Skemmtileg og vel heppnuð samþætting leikinna atriða, texta og tónlistar sem gerir sögunni góð skil.

3. Sæti – Laugarnesskóli
Agla, Aníta Erla og Ásta Lilja

Myndband: Frábærlega framúrskarandi konur.


Umsögn: Mikil sköpunargáfa og frábært ímyndunarafl hér á ferð. Flottar, ólíkar og ótrúlega vel leystar senur byggðar á ólíkum og framúrskarandi konum úr mannkynssögunni. Mjög skemmtileg gerfi og leikur.