Það ríkti mikil gleði í Brekkuskóla í dag þegar nýútskrifaðir 9. bekkingar tóku á móti stórum bókakassa fyrir skólasafnið. Kassinn er afrakstur sigurs nemenda skólans í eldri flokki Siljunnar, myndbandasamkeppni Barnabókaseturs. Egill og Kristíana unnu keppnina og færðu með því skólasafninu 100.000 króna bókaúttekt. Bravó fyrir þeim!

3 4 5 2 1