Sigurvegarar í yngri flokki Siljunnar 2021 tryggðu skólasafninu sínu í Myllubakkaskóla 100 þúsund króna bókaúttekt með þessu flotta myndbandi um bókina Þín eigin saga: Piparkökuhúsið. Vel gert, Aðalbjörg Ósk Stefánsdóttir, Aðalheiður María Gabríelsdóttir, Ísafold Lilja Bjarkadóttir og Zuzanna Stokowy. Umsögn dómnefndar: „Í myndbandinu tekst vel að skapa heildstæða og skemmtilega framvindu byggða á frumverkinu. Það einkennist af mikilli innlifun og hugmyndaríki, bæði í leik og umgjörð. Það er unnið með ólík sjónarhorn í myndatöku og skemmtileg gerfi sem kemur vel út.“