Börn úr Brekkuskóla og Selásskóla eru sigurvegarar Siljunnar 2023
Borgarbókasafnið í samstarfi við Barnabókasetur Íslands standa saman að myndbandasamkeppninni Siljunni. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk og senda börnin inn um tveggja mínútna stiklu um barna- eða unglingabók gefna út á íslensku síðustu tvö ár. Skólabókasafn sigurvegara úr báðum flokkum fær 100.000 kr. bókaverðlaun og er því til mikils að vinna!
Í ár komu inn myndbönd allsstaðar að af landinu og voru þau fjölbreytt og skemmtileg.
Verðlaunasæti í yngri flokki, 5.-7. bekkur
1. sæti: Saman í liði I 7. bekkur, Selásskóli
Lára Elmarsdóttir Van Pelt, Daníel Darri Andrason, Kolbrún Ída Kristjánsdóttir, Dagný Vera Árnadóttir
Verðlaunasæti í eldri flokki, 8-10. bekkur
1. sæti: Dóttir hafsins I 8-10 bekkur Brekkuskóla
Auður Gná Sigurðardóttir, Pétur Friðrik Jónsson, Anna Kristín Þóroddsdóttir, Marta Viktoría Pálsdóttir, Neó Hauksson, Kjartan Valur Birgisson, Anna Lóa Sverrisdóttir, Leó Már Pétursson, Gabríel Birkir Sigurðsson, Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, Helga María Halldórsdóttir, Sváfnir Ragnarsson