Skilafrestur í myndbandasamkeppni grunnskólanema, Siljunni, hefur verið framlengdur til 12. apríl 2021. Keppnin gengur út á að gera myndband eftir barnabók eftir íslenskan höfund sem gefin var út á sl. 3 árum. Mjög góð þátttaka hefur verið í Siljunni undanfarin ár og virkilega gaman að sjá hversu hugmyndaríkir krakkarnir og unglingarnir eru í útfærslu á myndböndunum og túlkunum á sögunum. Til mikils er að vinna en skólabókasafn verðlaunahafa fær bókaúttekt að verðmæti 100.000 krónur.