Barnabókasetur er rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna

Siljan myndbandasamkeppni

Siljan er myndbandasamkeppni meðal grunnskólanema þar sem unnið er upp úr  nýlegum íslenskum barnabókum.

Skilafrestur er til 30. apríl 2024.

Lestrarganga - Járnbækur á Akureyri

Lestrarganga er um 3 km löng leið á Akureyri, frá Minjasafninu í Innbænum að Amtsbókasafninu, vörðuð járnbókum sem áhugavert er að skoða og lesa á leiðinni.

Tilkynningar

Úrslit liggja fyrir í Siljunni 2018

Úrslit liggja fyrir í Siljunni 2018. Í eldri flokki sigruðu Agnes Inger Axelsdóttir, Ásdís María Hrafnsdóttir og Guðrún Lilja Pálsdóttir úr Kelduskóla með myndbandi um bókina Vertu ósýnilegur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Dómefndin sagði: Gríðarlega áhrifamikið...

read more

Bókmenntaskilti í Kópavogi.

Bókasafn Kópavogs hefur látið gera lestrargönguskilti að fyrirmynd þeirra sem Barnabókasetur setti upp á Akureyri fyrir nokkrum árum. Fyrir þá sem vilja kynna sér þetta góða framtak er upplagt að smella hér.

read more