Barnabókasetur er rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna

Siljan myndbandasamkeppni

Siljan er myndbandasamkeppni meðal grunnskólanema þar sem unnið er upp úr  nýlegum íslenskum barnabókum.

Skilafrestur er til 30. apríl 2024.

Lestrarganga - Járnbækur á Akureyri

Lestrarganga er um 3 km löng leið á Akureyri, frá Minjasafninu í Innbænum að Amtsbókasafninu, vörðuð járnbókum sem áhugavert er að skoða og lesa á leiðinni.

Tilkynningar

Sigurvegararnir í eldri flokki Siljunnar 2021

Sigurvegararnir í eldri flokki Siljunnar 2021 gerðu þetta frábæra myndband um Blokkina á heimsenda. Höfundarnir heita Jóhanna Júlíusdóttir, Bergljót Júlíana Kristinsdóttir og Laufey Steinunn Kristinsdóttir og tryggðu þær skólasafni Austurbæjarskóla 100þúsund króna...

read more

Þriðja sæti í yngri flokki Siljunnar 2021

Rimaskóli varð í þriðja sæti í yngri flokki Siljunnar 2021 með þessu skemmtilega myndbandi um Hundmann. Höfundar þess heita Auðunn Már Rúnarsson, Eva Kristín Snorradóttir, Kevin Rajesh og Jökull Freyr Vignisson. Umsögn dómnefndar: „Myndbandið er metnaðarfullt með...

read more