Siljan myndbandasamkeppni
Siljan myndbandasamkeppni er árviss samkeppni á vegum Barnabókaseturs. Markmið hennar er að efla lestraráhuga barna og unglinga. Keppnin er tilvalið verkefni fyrir skapandi skólastarf því nemendur vinna sjálfstætt með bókmenntir, sköpun og tækni.
Barnabókasetur Íslands og Borgarbókasafnið í Reykjavík standa að keppninni í ár. Markmiðið er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri með því að beina sjónum þeirra að nýjum barnabókum og gera krakkana sjálfa að jákvæðum lestrarfyrirmyndum.
Allir grunnskólanemendur í 5.-10. bekk geta tekið þátt með því að senda inn 2-3 mínútna myndband um barna- eða ungmennabók sem gefin var út nýlega á íslensku. Myndböndin úr fyrri keppnum eru aðgengileg á youtube og á leitarvef bókasafnanna, gegnir.is
Verkefnið er einfalt:
– Velja bók og lesa hana
– Taka upp myndband á síma eða ipad (snúa þversum) sem fjallar um eða túlkar efni bókarinnar á þinn/ykkar hátt.
– Myndbandið er sett á netið (til dæmis Youtube) og slóðin send á barnabokasetur@unak.is – ásamt upplýsingum um nafn, bekk og skóla höfunda myndbandsins. Skilafrestur er til 30. apríl 2024.
Vegleg verðlaun fyrir vinningsmyndbönd úr báðum flokkum
Við áskiljum okkur rétt til að birta verðlaunamyndböndin á vefnum okkar.
Velja má hvaða barna- eða ungmennabók sem er, sem gefin hefur verið út nýlega á íslensku.
Bókatíðindi 2023
Veldu bók úr flokknum barna- og ungmennabækur í Bókatíðindum.
Bókatíðindi 2022
Veldu bók úr flokknum barna- og ungmennabækur í Bókatíðindum.
Bókatíðindi 2021
Veldu bók úr flokknum barna- og ungmennabækur í Bókatíðindum.
Útgáfa 2020
Veldu bók úr flokknum barna- og ungmennabækur í Bókatíðindum.
Fyrri úrslit í Siljunni
Sigurvegarar Siljunnar 2023
Börn úr Brekkuskóla og Selásskóla eru sigurvegarar Siljunnar 2023 Borgarbókasafnið í samstarfi við Barnabókasetur Íslands standa saman að myndbandasamkeppninni Siljunni. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk og senda börnin inn um tveggja mínútna...
Sigurvegarar Siljunnar 2022
Börn úr Smáraskóla og Þelamerkurskóla eru sigurvegarar Siljunnar 2022 Borgarbókasafnið í samstarfi við Barnabókasetur Íslands standa saman að myndbandasamkeppninni Siljunni. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk og senda börnin inn um tveggja mínútna...
Annað sæti í yngri flokki Siljunnar 2021
Myllubakkaskóli varð bæði í fyrsta og öðru sæti í yngri flokki Siljunnar 2021. Jakub Andrés Kuleszewicz, Antoni Galan, Eyþór Dagur Þórsson og Ammar Jabbar kræktu í silfrið með þessu fína myndbandi um bókina Henri rænt í Rússlandi. Umsögn dómnefndar: „Myndbandið er...
Sigurvegarar í yngri flokki Siljunnar 2021
Sigurvegarar í yngri flokki Siljunnar 2021 tryggðu skólasafninu sínu í Myllubakkaskóla 100 þúsund króna bókaúttekt með þessu flotta myndbandi um bókina Þín eigin saga: Piparkökuhúsið. Vel gert, Aðalbjörg Ósk Stefánsdóttir, Aðalheiður María Gabríelsdóttir, Ísafold...
Myndböndin sem sigruðu í Siljunni
Eldri flokkur, 8.-10. bekkur 1. sæti – Brekkuskóli Birgir, Ýmir, Hilma, Sigurður og Bjarni Myndband: Rotturnar Umsögn: Mjög flott og hádramatísk kvikmyndastikla. Tónlist vel notuð til að skapa hughrif og flott að klippa senurnar við...
Sigurmyndbandið í eldri flokki Siljunnar 2018
Sigurmyndbandið í eldri flokki Siljunnar 2018 er um bókina "Vertu ósýnilegur" eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Höfundar myndbands eru Agnes Inger Axelsdóttir, Ásdís María Hrafnsdóttir og Guðrún Lilja Pálsdóttir úr Kelduskóla í Reykjavík. Dómnefnd sagði: "Gríðarlega...
Annað sæti í eldri flokki Siljunnar 2018
Í öðru sæti í eldri flokki Siljunnar 2018 er myndband um bókina "Þín eigin hrollvekja" eftir Ævar Þór Benediktsson. Myndbandið gerðu Hera Jóhanna Finnbogadóttir, Elsa Sóley Sigfúsdóttir, Hjalti Mar Ingólfsson og Eyþór Marel Sigurðsson úr Brekkuskóla á Akureyri....
þriðja sæti í eldri flokki Siljunnar 2018
Í þriðja sæti í eldri flokki Siljunnar 2018 er myndband um bókina "Skóladraugurinn" eftir Ingu Mekkin Beck. Höfundar myndbands eru Lena, Kristjana, Hrefna, Thelma, Sara, Eva, Karen og Karitas úr Vallaskóla á Selfossi. Dómnefnd sagði: "Skemmtileg stikla sem gefur...
Sigurvegararnir í yngri flokki Siljunnar 2018
Sigurvegararnir í yngri flokki Siljunnar 2018 gerðu myndband um bókina "Skóladraugurinn" eftir Ingu Mekkin Beck. Höfundar myndbands eru Dagný Rós Hlynsdóttir, Íris Þöll Hróbjartsdóttir og Þóra Laufey Þórarinsdóttir úr 7. bekk Seljaskóla. Dómnefndin sagði: "Flott...
Annað sæti í yngri flokki Siljunnar 2018
Annað sætið í yngri flokki Siljunnar 2018 hlaut Dagur Guðnason í Giljaskóla á Akureyri fyrir myndband um bókina "Af hverju ég?" eftir Hjalta Halldórsson. Dómnefndin sagði: "Einkar metnaðarfull textasmíði og gaman að sjá öðruvísi nálgun að...